Mynd af Páli Rósinkranz besta jólagjöfin
Smári Guðmundsson er venjulegur strákur í leit af meiri gleði, meira gríni og meiri pening. Hann hefur verið að spila mikið með hljómsveitum sínum, Klassart og Lifun, enda er jólatörnin ein sú umfangsmesta á árinu fyrir tónlistarmenn. Það verður mikið spilað fram að áramótum og svo verður dregið andann í janúar til að plana næstu verkefni.
Fyrstu jólaminningarnar?
Jólin þegar Pálmar eldri bróðir minn fékk He-man höllina í jólagjöf enn ég fékk skúrkinn hann Skeletor og fylgdarlið hans.
Jólahefðir hjá þér?
neee...
Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðarnar?
Ég læt mömmu alveg sjá um eldamennskuna um jólahátíðina enda er maður örugglega bara fyrir þegar allt fer á fullt þar en ég hjálpa til við að leggja á borðið og legg mig allan fram við það.
Jólamyndin?
Scrooged, Bill Murray í góðu formi.
Jólatónlistin?
Jól með rottugenginu er , Sinatra og félagar gera mig allan mjúkan og fínan. Ef ég ætti samt að velja eitt jólalag sem er mitt uppáhalds þá væri það White christmas í flutningi the Drifters.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Oftast í Kringlunni á Þorláksmessu, gott er að stoppa aðeins á Kringlukránni fyrst svona til að koma jólaskapinu í lag og ímyndunaraflinu á flug.
Gefurðu mikið að jólagjöfum?
neee....
Ertu vanafastur um jólin?
tja...
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Innrömmuð mynd af Páli Rósinkranz.
Veit ekki hvort að þetta sé sú besta enn allavega ein sú minnistæðasta.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Les Paulinn minn (gítar) heim úr viðgerð og að Taylor Swift og Jake Gyllenhall hætti saman.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur hjá mömmu og ef að það á að gera einhverjar tilraunir með það þá hef ég hótað að mæta ekki.
-
-