My Head is an Animal ein af plötum ársins
Frumraun hljómsveitarinnar Of Monsters And Men, My Head is an Animal, er meðal þeirra 10 íslensku platna sem hlustendur og starfsmenn Rásar 2 völdu þær bestu á árinu. Platan hafnaði í 5. sæti en sú plata sem hlustendur töldu bestu íslensku plötu ársins var plata Mugison, Haglé.
Söngkona sveitarinnar, Nanna Bryndís kemur úr Garðinum eins og flestir vita og ljóst að Garðbúar eru að gera það gott um þessar mundir, með heimamenn í fjármálaráðuneytinu og í vinsælustu hljómsveit landsins.
Hjálmar komust einnig á lista en Órar, nýjasta afurð Reggíkónga Íslands, er í 8. sæti listans sem sjá má í heild sinni hér.
Efri mynd er tekin á Paddy´s í Keflavík en sú neðri er úr safni þar sem Nanna er á heimaslóðum.