Munir úr sögu Vélstjórafélags Suðurnesja sýndir í Duushúsum
Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur nú tekið við gripum úr eigu Vélstjórafélags Suðurnesja en fyrirhugað er að leggja starfsemi félagsins niður. Með því að afhenda gögn félagsins til safnsins verður tryggt að þau varðveitist og varpi ljósi á merka sögu félagsins og þess samfélags sem það starfaði í. Vélstjórafélag Suðurnesja hét áður Vélstjórafélag Keflavíkur og var stofnað 4. janúar 1938.
Áhugasamir geta kynnt sér hluta af þessum gögnum í Duushúsum, sem opin eru daglega frá kl. 13 til 17:30, ókeypis aðgangur.