Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

„Mun fylgja mér í mörg ár“
Andrea Lind Hannah er söngkona hljómsveitarinnar SíGull. VF mynd: Hildur
Laugardagur 14. janúar 2017 kl. 08:30

„Mun fylgja mér í mörg ár“

Tíu bestu lög ársins 2016 að mati Andreu

Andrea Lind Hannah er 21 árs gömul söngkona frá Keflavík. Hún æfir söng í Tónlistaskóla Reykjanesbæjar og er meðlimur hljómsveitarinnar SíGull, en þau spila framsækið, funkað popp. Andrea setti saman lista yfir þau tíu lög sem henni fannst best á árinu 2016.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

1. 24k Magic - Bruno Mars
Almáttugur. Þetta lag er svo ógeðslega gott. Ég get ekki ekki brosað þegar þetta lag fer í gang. Ég held að þetta lag muni fylgja mér í mörg ár.

2. Me and Your Mama - Childish Gambino.
Childish Gambino. What a man. Svo hæfileikaríkur og klár listamaður. Þetta lag er, held ég, uppáhaldið af plötunni sem hann gaf út 2016. Byrjar rólegt og svolítið svona öðruvísi en fer svo út í gamaldags rokk sem minnir helst á eitthvað Pink Floyd eða gefur alla vega svipað „vibe“ og er bara svo ofur svalt.

3. Purple Lamborghini - Skrillex, Rick Ross
Þetta lag er HELLAÐ. Kemur manni einhvern veginn í gírinn og er fullkomið lag til að setja í botn á rúntinum.

4. Makin' a Move - TWRP
Ég er alltaf til í „old school“ stuðlög. Mér finnst TWRP algjörlega hafa neglt það í þessu lagi. Mega nett partýlag sem ég fíla í tætlur.

5. Queen's Speech 4 - Lady Leshurr
Þessi gella þykir mér ekki bara góður rappari heldur er hún líka klár rappari. Hún er með skemmtilega texta sem eru oft mjög sniðugir og hún hefur algjörlega það sem ég leita að í rappi.

6. Banana Brain - Die Antwoord
Die Antwoord eru alltaf töff og fannst mér bæði þetta lag og platan sem það er á, Mount Ninji and da Nice Time Kid, sjúklega töff. Þetta lag er tilvalið pepp-lag.

7. Casin - glue70
Þetta lag náði mér strax þegar ég heyrði það fyrst. Það er næstum of stutt að mínu mati. Eitthvað við það kemur mér bara í svo gott skap.

8. No Lie - Glowie
Eina íslenska lagið sem komst á listann minn. Þurfti að vera alla vega eitt. Ég hlustaði mikið á þetta í bílferðum gegnum 2016. Mjög „solid“ og gott popplag.

9. Upside - Allen Stone
Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja um þetta lag. En ég veit bara að ég fíla það í botn.

10. Don't Know Why - Ricky Montgomery
Þessi ungi maður er frábær. Ég skil ekki hvernig stendur á því að mér líkar einhvern veginn við allt sem hann gerir. Ég dýrka þetta. Straight up.

 

[email protected]