Mugison í Hljómahöll
Mugison, sem þarf vart að kynna, kemur fram á tónleikum í Bergi í Hljómahöll þann 14. nóvember. Hann verður einn á tónleikunum með gítarinn og lofar góðu sprelli, eins og honum einum er lagið.
Mugison hefur sama og ekkert spilað á Suðurnesjum síðan 2011 og enn lengra síðan að hann hefur komið einn fram á tónleikum með gítarinn.
Mugison gaf síðast út plötuna Haglél sem setti sölumet árið 2011 og seldist í tugþúsundatali. Platan var sú fyrsta hjá honum sem var alfarið sungin á íslensku. Afrek hans eru óteljandi en á meðal þess sem hann hefur gert í gegnum tíðina er að standa fyrir tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði sem haldin er hverja páska, hefur spilað á einum stærstu tónlistarhátíðum heims s.s. Hróarskeldu, verið valinn Vestfirðingur ársins oftar en einu sinni og þannig mætti lengi telja.
Tónleikarnir hjá Mugison hefjast kl. 21:00 og húsið opnar 20:00.
Miðasala er hér!