Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

MSS útskrifar nemendur úr Háskólastoðum
Fimmtudagur 4. febrúar 2010 kl. 09:05

MSS útskrifar nemendur úr Háskólastoðum


Þann 22. janúar útskrifaði MSS nemendur frá Háskólastoð – staðnámi. 28 nemendur á aldursbilinu 21 – 52 ára  brautskráðust úr náminu og stefna þeir ótrauðir á áframhaldandi nám.  Útskriftarhópurinn er búinn að stunda námið stíft síðan í  byrjun ágúst og það var því kátur hópur sem fagnaði útskrift þann 22.janúar síðastliðinn. MSS óskar þeim alls hin besta í framtíðinni.


Námið í Háskólastoðum-staðnámi er byggt upp til 6 mánaða og er m.a. undirbúningur undir Háskólabrú Keilis. Námið er samstarfsverkefni  Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum sem sér um alla daglega umsjón með náminu og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Keilis. Megin áhersla er lögð á sjálfseflingu, stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku í náminu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þrír nýir hópar eru nú farnir af stað í Háskólastoð á vorönn 2010, tveir  staðnámshópar og  einn dreifinámshópur. Staðnámshópurinn sækir námið í dagskóla og lýkur námi í júní 2010 en dreifinámshópurinn  er með fjarnámssniði og mun ljúka sínu námi í desember 2010. Fyrir í náminu er  einn dreifinámshópur sem byrjaði í ágúst 2009 og mun ljúka í júní 2010. 

Hátt í 90 nemendur eru í námi hjá Háskólastoðum, sem brátt fagnar ársafmæli sínu.
Nánari upplýsingar um námsleiðir Háskólastoða má finna inni á vef MSS, www.mss.is.