Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mount Eerie í Frumleikhúsinu
Þriðjudagur 15. mars 2005 kl. 13:11

Mount Eerie í Frumleikhúsinu

Bandaríski tónlistarmaðurinn Phil Elvrum, sem flestir þekkja sem The Microphones, mun heiðra okkur Suðurnesjamenn með nærveru sinni og koma fram á tónleikum undir nafninu Mount Eerie á fimmtudaginn. Mun hann, ásamt konunni sinni sem kemur fram undir nafninu Woelv, leika á nokkrum tónleikum á Íslandi og þeir fyrstu fara fram í Frumleikhúsinu, Keflavík. Hann mun síðan í framhaldi af þeim koma tvisvar fram í höfuðborginni.

Fyrir þá sem ekki vita er Elvrum einn virtasti tónlistarmaður jaðargeirans í tónlist í dag og til marks um það valdi Pitchforkmedia meistaraverkið The Glow pt. 2 plötu ársins 2001. Reyndar voru mun fleiri sammála en of langt mál væri að telja upp allt það lof sem Elvrum hefur fengið fyrir verk sín. Fyrir þá sem vilja kynna sér þau má benda á http://www.kpunk.com/ en þar má m.a. heyra tóndæmi.

Allir sem hafa gaman af að kynna sér nýja tónlist ættu að mæta í Frumleikhúsið á fimmtudagskvöld og sjá þennan einstaka tónlistarmann. Ásamt honum mun Þórir koma fram. Húsið opnar kl. 20:00 og kostar kr. 500,- inn og ekkert aldurstakmark.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024