Mottumessa og Tímamótakvöld
Sunnudagskvöldið 23. mars kl. 20:00 verður mottumessa í Keflavíkurkirkju. Messan er haldin í samstarfi við Krabbameinsfélag Suðurnesja og flytja fulltrúar félagsins hugleiðingu og segja sögu sína. Keflavíkurkirkja hefur verið böðuð bláum flóðljósum í þessum mánuði og er það til stuðnings því verkefni að vekja athygli á krabbameini í körlum. Tekið verður á móti framlögum við messuna og renna þau óskip til Krabbameinsfélags Suðurnesja. Fjölskyldumessa verður svo kl. 11:00.
Mánudagin 24. mars flytur Sigrún Anna Jónsdóttir erindi í Keflavíkurkirkju. Erindið fjallar um hina gömlu Keflavíkurkirkju sem eyðilagðist í stormi veturinn 1902. Viðburðurinn er liður í dagskránni Tímamótakvöld í Keflavíkurkirkju, í tilefni af væntanlegu aldarafmæli Keflavíkurkirkju.