Foreldrar barnanna á leikskólanum Vesturbergi í Reykjanesbæ mættu í skólann með börnum sínum á föstudaginn síðastliðinn. Boðið var upp á kaffi og með því og eins var föndrað og leirað og kubbað. Mömmur og pabbar tóku virkan þátt í öllu þessu eins og sjá má á myndunum sem fylgja hér.