Mokveiði í Grindavíkurhöfn
Eins og sagt var frá í gær hefur verið sannkölluð mokveiði við Grindavíkurbryggju að undanförnu. Margir hafa mætt með veiðistöngina og rennt fyrir fisk og fengið t.d. ansi vænlega ufsa eins og má sjá á meðfylgjandi myndum sem Tracy Vita Horne Horn tók.