Móeiður Sif í fyrsta sæti Samkeppninnar
Sigursælar stúlkur af Suðurnesjunum
Suðurnesjastúlkur komust í fyrsta og þriðja sæti Samkeppni Samúels 2010, en úrslitin voru tilkynnt á stórglæsilegu lokahófi á Broadway í gærkvöldi.
Móeiður Sif Skúladóttir settst í krýningarstólinn, en Hulda Lind Kristinsdóttir komst í annað sæti og Jórunn Steinsson í það þriðja. Það var Berglind Ólafsdóttir sem tilkynnti úrslitin, en hún var formaður fimm manna dómnefndar, sem annars var skipuð karlmönnum frá fjórum heimsálfum. Einni ofurfyrirsætu og þremur ljósmyndurum. Studdist dómnefndin við netkosningu sem fór fram á Samúel.is.
Sjá umfjöllun um sigurvegarann.