Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 27. júní 2002 kl. 09:32

Mínus borðar síðustu máltíðina á Pizza ´67

Rokkhljómsveitin Mínus hefur verið að gera góða hluti í tónlistarbransanum undanfarið og vakið mikla athygli erlendra spekúlanta. Á miðvikudag héldu þeir á vit ævintýranna á Hróarskeldu-hátíðina í Danmörku þar sem þeir munu spila á laugardeginum. Strákunum var boðið á Pizza ´67 í Keflavík áður en haldið var út og var ekki betur séð en þeim hafi líkað maturinn enda sögðu þeir að þarna væru bestu pizzurnar í heiminum!Það var Jóhann, eigandi ´67, sem bauð strákunum í síðustu máltíðina áður en þeir færu til Danmörku en hann er stóri-bróðir Bjössa trommuleikara Mínus.

Hljómsveitina Mínus skipa fimm ungir tónlistarmenn, Krummi söngvari, Bjössi trommuleikari, Bjarni og Frosti gítarleikarar og Heiðar bassaleikarar.
Platan Jesus Christ Bobby sem þeir gáfu út fyrir nokkru síðan og var gefin út erlendis af bandarísku plötuútgáfunni Victory hefur vakið mikla athygli erlendis og hafa strákarnir fengið mjög góða umfjöllun erlendis. Þeir hafa verið að túra nokkuð erlendis og í kjölfarið var þeim boðið að taka þátt á Hróarskeldu-hátíðinni og munu þeir spila kl. 15.00 á laugardeginum á sviði sem tekur um 7000 áhorfendur. Tónleikunum verður útvarpað á Rás2 kl. 19.00 og er um að gera fyrir þá sem ekki fara á Hróarskeldu að stilla á Rás2 og hlusta á Mínus „live“.

Strákarnir eru þessa dagana að búa til nýtt efni fyrir plötu sem þeir reikna með að komi út á næsta ári. Hljómsveitin hefur spilað einu sinni í Keflavík og var það á Rokkstokk sem haldin var í gamla Félagsbíó og lofuðu þeir að spila hér aftur í framtíðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024