Minnsta félagsmiðstöð á landinu hefur störf að nýju
Með haustinu fara í gang félagsstörf ýmiskonar. Kúbbar, samtök og félög hefja starfssemi sína að nýju og lífið fer aftur í „vetrarbúninginn“. Skólarnir hefja göngu sína og félagsstarf unglinga fer á fullt. Lena Rós Matthíasdóttir tók við starfi tómstundafulltrúa í Vatnsleysustrandahreppi í júní á þessu ári. Síðustu vikur hefur hún verið í óðaönn að koma félagsmiðstöð unglinga í Vogum, Borunni í gang auk þess sem hún hefur verið að koma sér fyrir í bænum. Lena Rós hefur mikla reynslu af félagsstarfi ýmiskonar en hún hefur unnið mikið í félagsstarfi á vegum Þjóðkirkjunnar sem framkvæmdastjóri í sumarbúðum og í Æskulýðsráði Kirkjunnar.
Mikil þörf fyrir félagsstarf fyrir unglinga
Félagsmiðstöðin Boran er fyrir unglinga í 7.,8.,9. og 10. bekk en innan hennar eru reknir klúbbar af ýmsum stærðum og gerðum. Rabbabaraklúbbur er nýjung hjá Borunni í vetur en þar gefst unglingum kostur á að spjalla um allt sem snertir þeirra mál og á hverjum fundi er dregið um eitt málefni sem rætt er um. „Krakkarnir eru rosalega ánægðir með þessa fundi. Við erum núna að ræða um kynhneigð og má eiginlega segja að þetta sé forvarnarstarf um leið. Krakkarnir ræða um hin og þessi mál s.s. skólann, kynlíf, skaðsemi vímuefna, heilsu, útlit, ofbeldi og margt fleira“, segir Lena Rós. Auk þess hefur stelpuklúbbur verið rekinn um árabil en þar gefst stúlkum í 8., 9. og 10. bekk kostur á að hittast og hafa það notalegt saman. „Við erum að gera tilraun með að setja á fót strákaklúbb og verður gaman að sjá hvort þeir skáki stelpunum í mætingu.“ Þá er rekinn billjardklúbbur auk þess sem sportklúbbur er í farvatninu en krakkarnir hafa sjálfir frumkvæði að stofnun klúbbanna. „Margt af því sem ég er að gera er tilraunastarf en við erum með disktótek fyrir alla aldurshópa á hálfs mánaðafresti.“ Boran er opinn 4 daga í viku auk þess sem opið er 3 kvöld í viku. Stefnt er að því að fá meiri breidd í ungilngastarfið en að sögn Lenu er starfið stórt þótt ekki sé um marga unglinga að ræða. „Þau hafa tekið rosalega vel við þessu og þörfin fyrir svona starf er greinilega mikil. Það þyrfti að auka við dagsstarfið og hafa jafnvel opið um helgum“, segir Lena Rós. „Þetta er allt uppi á borði hjá mér og spennandi að sjá hvað úr því verður.“
Mikil þörf fyrir félagsstarf fyrir unglinga
Félagsmiðstöðin Boran er fyrir unglinga í 7.,8.,9. og 10. bekk en innan hennar eru reknir klúbbar af ýmsum stærðum og gerðum. Rabbabaraklúbbur er nýjung hjá Borunni í vetur en þar gefst unglingum kostur á að spjalla um allt sem snertir þeirra mál og á hverjum fundi er dregið um eitt málefni sem rætt er um. „Krakkarnir eru rosalega ánægðir með þessa fundi. Við erum núna að ræða um kynhneigð og má eiginlega segja að þetta sé forvarnarstarf um leið. Krakkarnir ræða um hin og þessi mál s.s. skólann, kynlíf, skaðsemi vímuefna, heilsu, útlit, ofbeldi og margt fleira“, segir Lena Rós. Auk þess hefur stelpuklúbbur verið rekinn um árabil en þar gefst stúlkum í 8., 9. og 10. bekk kostur á að hittast og hafa það notalegt saman. „Við erum að gera tilraun með að setja á fót strákaklúbb og verður gaman að sjá hvort þeir skáki stelpunum í mætingu.“ Þá er rekinn billjardklúbbur auk þess sem sportklúbbur er í farvatninu en krakkarnir hafa sjálfir frumkvæði að stofnun klúbbanna. „Margt af því sem ég er að gera er tilraunastarf en við erum með disktótek fyrir alla aldurshópa á hálfs mánaðafresti.“ Boran er opinn 4 daga í viku auk þess sem opið er 3 kvöld í viku. Stefnt er að því að fá meiri breidd í ungilngastarfið en að sögn Lenu er starfið stórt þótt ekki sé um marga unglinga að ræða. „Þau hafa tekið rosalega vel við þessu og þörfin fyrir svona starf er greinilega mikil. Það þyrfti að auka við dagsstarfið og hafa jafnvel opið um helgum“, segir Lena Rós. „Þetta er allt uppi á borði hjá mér og spennandi að sjá hvað úr því verður.“