Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Minningarsjóður Ölla gaf eina milljón króna til Velferðarsjóðs Suðurnesja
Laugardagur 6. september 2014 kl. 18:13

Minningarsjóður Ölla gaf eina milljón króna til Velferðarsjóðs Suðurnesja

Minningarsjóður Ölla veitti í dag, laugardaginn 6. september, Velferðarsjóði Suðurnesja styrk að upphæð ein milljón króna. Upphæðin safnaðist að stórum hluta í áheitasöfnun fyrir sjóðinn í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið sem fram fór þann 23. ágúst síðast liðinn en 45 hlauparar hlupu fyrir sjóðinn.

Markmið Minningarsjóðs Öllar er að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Velferðarsjóður Suðurnesja mun eyrnamerkja upphæðina málefninu og styrkja þau börn á Suðurnesjum til íþróttaiðkunar sem á þurfa að halda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Velferðarsjóður Suðurnesja var stofnaður haustið 2008 en tilefnið var að mæta brýnni þörf á svæðinu fyrir félagslegan stuðning til viðbótar þeim úrræðum sem hið opinbera veitir ásamt Hjálparstarfi kirkjunnar. Þórunn Íris Þórisdóttir tók á móti styrknum fyrir hönd sjóðsins en að þessu sinni afhentu fjórar glæsilegar íþróttastúlkur úr Reykjanesbæ styrkinn fyrir hönd minningarsjóðsins. Þær tóku allar þátt í áheitasöfnuninni fyrir Minningarsjóð Ölla í Reykjavíkurmaraþoninu. Myndin af hópnum sem fylgir með tilkynningunni er tekin við málverkið Von í kapellu Keflavíkurkirkju sem þótti vel við hæfi. Það er von þeirra sem standa að Minningarsjóði Ölla að styrkupphæðin muni nýtast börnum á svæðinu og gefa ungum hjörtum von sem og tækifæri til hreyfingar. Einnig vill sjóðurinn koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hlupu og söfnuðu áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu og til þeirra sem hétu á hlauparana.

Minningarsjóður Ölla á FB: https://www.facebook.com/minningarsjodurolla

Hlaupahópur Ölla á FB: https://www.facebook.com/groups/1381669902093168/?fref=ts