Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mínímalískur lífsstíll í Bókasafni Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 21. apríl 2016 kl. 09:00

Mínímalískur lífsstíll í Bókasafni Reykjanesbæjar

Áslaug Guðrúnardóttir, höfundur bókarinnar Mínímalískur lífsstíll kynnir bókina í Bókasafni Reykjanesbæjar, miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi klukkan 19:30. Bókin kom út í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda. Áslaug veitir innsýn í þessa vinsælu hugmyndafræði og segir skemmtilegar og persónulegar sögur af reynslu sinni af hinum mínímalíska lífsstíl.



Hinn mínímalíski lífsstíll breiðist hratt út um hinn vestræna heim. Samkvæmt honum á maður aðeins að eiga það sem maður nýtur þess að eiga eða þarf á að halda. Er heimilið og kannski lífið sjálft fullt af alls kyns hlutum og athöfnum sem engu bæta við lífsgæðin? Taki maður til í lífi sínu, og losi sig við ýmiss konar óþarfa, verður til pláss fyrir meira af því sem maður vill raunverulega hafa. Enginn aðgangseyrir og allir eru hjartanlega velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024