Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mikilvægt að pirra sig ekki á íslenska veðrinu
Kamilla Sól Sigfúsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
fimmtudaginn 28. júlí 2022 kl. 11:00

Mikilvægt að pirra sig ekki á íslenska veðrinu

Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina. Kamilla Sól Sigfúsdóttir ætlar að fara á Unglingalandsmótið á Selfossi og vonast til þess að veðurguðirnir verði með henni í liði.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Við fjölskyldan verðum á Unglingalandsmóti á Selfossi, rúntum svo jafnvel á Flúðir til að athuga með stemminguna, vonum bara að veðurspáin breytist til hins betra.

Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?

Klárlega góða skapið og að pirra sig ekki á íslenska veðrinu okkar. Annars er örugglega mikilvægast að muna eftir aukafötum á skæruliðann minn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?

Það er hiklaust þau unglingalandsmót sem ég fór á sem krakki, t.d á Selfossi og Borgarnesi.