Mikilvægt að hafa ekki of miklar áhyggjur af því sem maður hefur litla stjórn á
Bjarki Þ. Wíum er húsasmíðanemi og hann lýsir ástandinu í COVID-19 eins og það sé eins og mjög löng helgi. „Maður er heima fyrir og les góðar bækur, lærir, grúskar og horfir sjónvarpið. Mestu breytingarnar eru hversu mikið maður er heima,“ segir hann í samtali við Víkurfréttir. Hann segist undirbúinn fyrir að ástandið vari í nokkra mánuði.