Mikill fögnuður í Vogum
Það var mikill fögnuður í Vogum þegar annarar deildarlið Þróttar í knattspyrnu hampaði deildarmeistarabikarnum á heimavelli með stuðningsmönnum sínum.
Árangur Vogaliðsins hefur verið magnaður á síðustu árum og nú er liðið að fara leika í næst efstu deild Íslandsmótsins. Suðurnesjamagasín mætti með myndavélarnar í Vogana þegar síðasti heimaleikurinn fór fram.