Mikill fjöldi tók þátt í Jónsmessugöngunni
Árleg Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar fór fram sl. laugardag. Veður var með besta móti og mikill fjöldi lagði leið sína í þessa vinsælu göngu.
Gengið var hefðbundna leið upp veginn meðfram Þorbirni. Þegar upp var komið var farið í lautina og Gunnar og Hebbi úr hljómsveitinni Skítamóral spiluðu þar tónlist fyrir göngufólk. Sökum þurrkatíðar var varðeldurinn að sjálfsögðu sleginn af.
Myndina hér að ofan tók Atli Geir Júlíusson en fleiri myndir frá honum úr göngunni má sjá á vef Grindavíkurbæjar.