Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 2. apríl 2002 kl. 09:42

Mikill fjöldi kom í áheyrnarpróf fyrir Dauða köttinn

Á föstudaginn langa var haldið áheyrnarpróf fyrir kvikmyndina Dauða köttinn og færri komust að en vildu. Fólk kom víðsvegar að, frá Borgarfirði til Selfoss, en heimamenn voru þó í meirihluta. Helgi Sverrisson, leikstjóri myndarinnar, sagði að krakkarnir hefðu upp til hópa staðið sig mjög vel og hann er með nokkra í sigtinu fyrir myndina.„Við vorum aðallega að leita að stelpu til að leika aðalhlutverkið og erum með nokkrar í skoðun héðan sem eru mjög frambærilegar og hæfileikaríkar. Það sem kom mér mest á óvart var hve margir komu í prófið, en því miður höfðum við ekki tíma til að taka alla í próf. Eins var gaman að sjá hve krakkar í dag eru öruggir með sig og ófeimin við að prufa eitthvað nýtt".

Helgi segist eiga eftir að fara betur yfir öll gögnin og finna alla leikarana sem hann þarf, en því verður lokið í næstu viku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024