Mikil þátttaka í styrktarmóti Lundar
Gríðarlega góð þátttaka var á afmælismóti forvarnarfélagsins Lundar sem haldið var í miklu blíðviðri á Hólmsvelli í Leiru sl. miðvikudag.
Alls tóku 134 kylfingar þátt í mótinu en allur ágóði af mótinu rann til forvarnarstarfs Lundar sem hefur á einu ári náð að lyfta forvarnarumræðu á Suðurnesjum á hærra svið.
Erlingur Jónsson, forvígismaður Lundar, sagði í samtali við Víkurfréttir að mótið hafi verið frábært í alla staði og ekki hafi veðrið skemmt fyrir. Hann vildi koma á framfæri miklu þakklæti til þeirra sem tóku þátt og ekki síst til Golfklúbbs Suðurnesja, sem gaf afnot af vellinum sem og allri aðstöðu og þjónustu.
Smellið hér til að sjá úrslitin í mótinu.
VF-mynd/Þorgils – Erlingur ásamt fysta hollinu, Snorri Freyr Donaldsson, Donald Jóhannesson, Jón Ólafur Jónsson og Rúnar Valgeirsson.