Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mikil stemning á þorrablóti Grindvíkinga
Laugardagur 3. febrúar 2018 kl. 06:00

Mikil stemning á þorrablóti Grindvíkinga

Grindvíkingar skemmtu sér eins og þeim einum er lagið sl. laugardag þegar þeir héldu þorrablót í íþróttahúsi Grindavíkur en þorrablótið er sameiginlegt styrktarkvöld knattspyrnu- og körfuknattleiksdeilda Grindavíkur.

Hraðfréttamennirnir Benni og Fannar voru veislustjórar og Stebbi Jak kom og tók nokkur lög fyrir gesti, Garðar Alfreðsson var blótsgoði og hljómsveitin Albatross lék fyrir dansi. Flestir, ef ekki allir, eru sammála því að kvöldið hafi heppnast vel og er strax beðið með eftirvæntingu eftir næsta blóti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sólborg Guðbrandsdóttir, blaðamaður Víkurfrétta, tók meðfylgjandi myndir.

Þorrablót Grindavíkur 2018