Dubliner
Dubliner

Mannlíf

Mikil ánægja með tónleika Alexöndru Chernishovu
Föstudagur 2. september 2005 kl. 12:34

Mikil ánægja með tónleika Alexöndru Chernishovu

Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova hélt tónleika í Innri-Njarðvíkurkirkju í gær. Gróa Hreinsdóttir, píanó- og orgelleikari, lék undir og Hilmar Jónsson var kynnir. Tónleikarnir voru í boði Samkaupa og var enginn aðgangseyrir.

Á efnisskránni að þessu sinni var mikið af kirkjutónlist frá 20. öldinni og þekkt verk úr óperum og óperettum, m.a. eftir Lehár - Vilja Leid (Káta ekkjan), Rachmaninov - Vocalise og Bellini - Malinconia, Ninfa gentile.

Bekkirnir voru þéttsetnir og var augljóst að viðstaddir voru hrifnir af flutningi þessarar frábæru söngkonu. Henni var fagnað með dynjandi lófataki eftir hvert lag.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner