Mikið um að vera í Grindavík um helgina
Menning, íþróttir og kirkjustarf blómstra í Grindavík um helgina og verður nóg um að vera. Vegna slæmrar veðurspár verður staðfesting sett á heimasíðuna á hádegi á morgun, laugardag, um hvort skemmtanir fari ekki örugglega fram.
Hér er yfirlit yfir það sem er um að vera:
Laugardagur:
- Jólatónleikar Tónlistarskólans í Grindavíkurkirkju kl. 11:00
- Jólasýning fimleikadeildarinnar í íþróttahúsinu kl. 15:00
- Ball á Salthúsinu með rokksveit Jonna Ólafs
Sunnudagur:
- Sunnudagaskóli kl. 11:00 í Grindavíkurkirkju
- Jólaföndur Foreldrafélags grunnskólans Kl. 11:00-13:00 í Hópsskóla.
- Barnabingó Kvenfélagsins í grunnskólanum við Ásabraut kl. 14:00
- Aðventuhátíð í Grindavíkurkirkju kl. 18:00.
- Fullorðinsbingó Kvenfélagsins í grunnskólanum við Ásabraut kl. 20:00
- Njarðvík-Grindavík körfubolti kvenna kl. 19:15