Mikið sungið á árlegu jólaballi bæjarstjóra
- og Ráarinnar með Þroskahjálp á Suðurnesjum
Það var mikið sungið á árlegu jólaballi Árna Sigfússonar bæjarstjóra með Þroskahjálp á Suðurnesjum Ránni í gær en þar var boðið upp á súkkulaði með rjóma og kökur.
Þetta er í fimmta sinn sem bæjarstjóri býður til slíkrar jólastundar í samvinnu við veitingastaðinn Ránna en hún hefur ávallt vakið lukku.
Védís Hervör Árnadóttir flutti jólalög við undirleik Baldurs Guðmundssonar og var mikið fjör á dansgólfinu.
Ljósmyndir: Reykjanesbær