Mikið og gott björgunarsveitarstarf í Garðinum

Stjórn Björgunarsveitarinnar Ægis var öll endurkjörin í rússneskri kosningu á aðalfundi Björgunarsveitarinnar Ægis um liðna helgi. Starf Ægis hefur verið blómlegt í allan vetur en sveitin fagnaði 75 ára afmæli sl. haust.
Björgunarsveitin Ægir er vaxandi félagsskapur en félögum hefur fjölgað mikið frá hruninu svokallaða. Nú eru á þriðja tug virkra björgunarsveitarmanna í Garði. Á mánudögum er vinnukvöld hjá Ægismönnum og í allan vetur hefur mætingin aldrei farið undir 14 menn á kvöldi.
Stórn Björgunarsveitarinnar Ægis skipa:
Oddur Jónsson, formaður.
Þórmar Viggóson, varaformaður.
Þorsteinn Jóhannsson, gjaldkeri.
Hilmar Bragi Bárðarson, ritari.
Hreinn Magnússon, meðstjórnandi.
Baldvin Þór Bergþórsson, varamaður stjórnar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				