Mikið líf í Reykjanesbæ á fyrsta kvöldi Ljósanætur
Mikill fjöldi bæjarbúa og gesta sótti viðburði og sýningar í Reykjanesbæ í gærkvöldi, en það var fyrsta kvöld Ljósanætur 2022. Opnun listasýninga í DUUS húsum fór fram við hátíðlega athöfn og opnun annarra listasýninga fór einnig fram þennan dag. Fjöldinn allur streymdi inn á sýningar, í tívolítæki og í búðir á Hafnargötunni og mikið líf var í bænum.
Hér að neðan má finna nokkrar myndir og myndskeið frá gærkvöldinu.