Mikið helgið á Mið-Íslandi í Hljómahöll
Það var þétt setið á sýningunni Lengi Lifi Mið-Ísland í Hljómahöll í gærkvöldi. Sýningin sló rækilega í gegn þegar hún kom hér síðasta haust og ekki var hún síðri núna. Það var mikið hlegið og víða mátti sjá tár á hvarmi.
Mikil aðsókn hefur verið að hinum ýmsu uppákomum í Hljómahöllinni og þá hafa fjölmargir sótt þennan nýja menningarstað Reykjanesbæjar heim í vetur og vor.
Páll Orri Pálsson fór á uppstands-sýninguna og tók meðfylgjandi myndir.
Ari Eldjárn sló í gegn og þá voru aðrir félagar hans í Mið-Íslandi líka frábærir.
Fjöldi gesta sótti sýninguna og voru ánægðir með hana.