Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mikið fjör á Samkaupsmóti
Laugardagur 11. mars 2006 kl. 17:38

Mikið fjör á Samkaupsmóti

Rúmlega 900 krakkar komu saman í Reykjanesbæ í dag þar sem SAmkaupsmótið fór fram. Mótið er það stærsta af sinni gerð ár hvert og er hápunkturinn á leiktíðinni hjá stórum hluta körfuboltakrakka á aldrinum 12 ára og yngri.

Ekki er einblínt á stig eða sigra heldur að skemmta sér í góðra vina hópi, en auk körfubolta er boðið upp á bíósýningar, sundferðir og margt fleira. Mótið heldur áfram á morgun og lýkur kl. 14 með verðlaunaafhendingu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024