Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mikið fjör á lúðrasveitartónleikum
Þriðjudagur 18. maí 2004 kl. 22:09

Mikið fjör á lúðrasveitartónleikum

Það var mikið fjör á vortónleikum tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem fram fóru í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í kvöld. Þrjár lúðrasveitir komu fram, yngsta sveitin, miðsveit og elsta sveitin.
Í lok tónleika miðsveitarinnar komu 39 blokkflautuleikarar á sviðið og saman tóku þau rokklag. Áhorfendur tóku vel undir og var þessum efnilegu hljóðfæraleikurum klappað lof í lófa. Fullt var út úr dyrum á tónleikunum í kvöld.

Myndin: Efnilegir spilarar á tónleikunum í kvöld. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024