Mikið fjör á fyrsta kvöldi Ljósanætur
Fjölmenni í miðbænum
Talsvert fjölmenni var í miðbæ Reykjanesbæjar í gærkvöldi en þá fór dagskrá Ljósanætur formlega af stað. Það hefur færst talsvert í aukana að fólk bregði sér af bæ á fimmtudagskvöldum og skoði menninguna og mannlífið. Veðrið var heldur ekki að skemma fyrir en veðurguðirnir létu lítið finna fyrir sér í gær. Margar glæsilegar sýningar eru að venju í sýningarsölum bæjarins sem standa yfir alla helgina.
Mikið líf var í bænum fram eftir kvöldi og skemmti fólk sér konunglega.
Myndir frá kvöldinu má sjá hér að neðan og á ljósmyndavef Víkurfrétta hér.
	.jpg)
Sossa og færeyska listakonan Birgit Kirke eru með sýningu í Duus húsum. Hér eru þær ásamt Gunnari Þórarsyni, konu hans og Loga Þormóðssyni.
	.jpg)
Grindvíski þingmaðurinn Páll Valur Björnsson kíkti við ásamt konu sinni og barnabarni.
	.jpg)
Þessar skemmtu sér vel í Kjarnanum.
	.jpg)
Magnús Kjartansson og Sigurður Steinar Ketilsson rifjuðu upp gamla tíma úr Njarðvíkum í Duus húsum.
vf-myndir: Eyþór Sæmundsson


.jpg) 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				