Mikið fjör á fjölmennu Þorrablóti Njarðvíkinga - myndir
Um fjögurhundruð manns mættu á skemmtilegt þorrablót Ungmennafélags Njarðvíkur sem fram fór í Ljónagryfjunni sl. laugardag. Blótið þótti heppnast afar vel, góður matur, skemmtiatriði og fjör.
Örn Árnason skemmti Njarðvíkingum en hann var veislustjóri kvöldsins og þá þóttu körfuboltaþjálfararnir Örvar Þór Kristjánsson og Einar Árni Jóhannsson fara á kostum í annál sem þeir fluttu.
Hreimur Örn Heimisson og Magni Ásgeirsson sáu um danstónlistina fram eftir morgni.
Hér í ljósmyndasafni VF má sjá þrjár seríur af flottum myndum sem teknar voru þetta kvöld.
Þorrablót Njarðvíkur safn 1
Þorrablót Njarðvíkur safn 2
Þorrablót Njarðvíkur safn 3