Mikið breytt götumynd
Ásýnd Reykjanesbæjar hefur tekið miklum breytingum á síðustu áratugum. Hér að ofan er ljósmynd sem Davíð Smári Jónatansson tók á Flugvallarvegi í Keflavík árið 1980. Þarna má sjá gömlu Fiskiðjuna sem stendur á gömlu bæjarmörkum Keflavíkur og Njarðvíkur, flugvallargirðingin nær alveg niður að núverandi Njarðarbraut. Til samanburðar tókum við nýja ljósmynd frá sama stað í vikunni og þar má sjá að götumyndin er mikið breytt. Íbúða- og skrifstofuturnar hafa risið á svæðinu, gamla bræðslan er horfin fyrir löngu og þar er kominn banki og aðrar byggingar hafa fengið hraustlega andlitslyftingu. Fleiri myndir sem Davíð Smári hefur tekið eru á Facebook undir Keflavík og Keflvíkingar. Víkurfréttir munu halda áfram að birta gamlar myndir og sýna nýjar myndir til samanburðar.