Mikið að gera í Geimsteini
Eilífðarrokkarinn Rúnar Júlíusson situr aldrei auðum höndum eins og allir vita. Blaðamaður Víkurfrétta leit inn í hljóðverið hans í dag og spurði frétta.
„Ég var að leggja lokahönd á lagið sem ég er að fara að senda í Ljósalagskeppnina og svo eru Hljómar að vinna nýja plötu sem við klárum í sumar.“
Rúnar er líka að spila stíft með sinni eigin hljómsveit auk þess sem Hljómar hafa verið að gera víðreist. Þeir spiluðu meðal annars þrisvar á 17. júní og eru jafn vinsælir og alltaf.
Þá er líka mikið annríki í hljóðveri Geimsteins og koma þangað jafnt landsþekktir tónlistarmenn sem og ungir og efnilegir heimamenn til að vinna að tónlist sinni.
VF-mynd/Þorgils Jónsson