Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagsgönguferðin:Hveravellir-Háleyjubunga
Miðvikudagur 23. júlí 2008 kl. 10:56

Miðvikudagsgönguferðin:Hveravellir-Háleyjubunga

Í dag verður gengið frá Hveravöllum þar sem Gunnuhver gýs, upp að gíg Skálafells þaðan verður gengið að Háleyjabungu sem er 25m djúp og fallega mynduð dyngja. Jarðfræðingur frá Hitaveitu Suðurnesja verður með innlegg um jarðfræði í göngunni.
Veðurspáin er góð og munu suðrænir vindar leika um göngufólk svo það er ekkert að vanbúnaði bara að kíkja í fataskápinn og koma í göngu.
Allir velkomnir, gangan tekur 2 -2,5 klst.
Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Góða skapið.
Munið
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
Kostnaður: 500 kr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024