Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðsumarsmetalkvöld
Þriðjudagur 24. júlí 2007 kl. 09:45

Miðsumarsmetalkvöld

Næstkomandi fimmtudag verður mikil veisla fyrir alla rokkþyrsta Suðurnesjamenn á Paddy´s. Þá  koma fram hljómsveitirnar Perfect disorder, Trassarnir og Tommygun. Að sögn Jóa á Paddy´s eru þetta þrjú kraftmikil bönd sem öll spila rokk í þyngri kantinum en eru samt mjög ólík innbyrðis og verður þetta því fjölbreytt og skemmtilegt kvöld fyrir alla alvöru rokkhunda.

 

Trassarnir eru búnir að vera starfandi með hléum í meira en 15 ár og skilgreina sig sem íslenskt eðal víkinga metal band og eru þekktir fyrir allt annað en að láta fólki leiðast. Perfect Disorder spila rokk í ætt við Metalica og eru þeir að fylgja eftir glænýjum disk sem kom út í síðustu viku og er mikill gæðagripur. Tommygun þarf ekki að kynna fyrir Suðurnesjamönnum en þeir eru eitt öflugasta tónleika band okkar Suðurnesjamanna og mæta nú sterkari en nokkru sinni með nýtt efni sem þeir stefna á að gefa út í haust. Gleðin hefst kl. 22:00 og er frítt inn. 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024