Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðstöð símenntunar fjölskylduvæn
Laugardagur 26. febrúar 2011 kl. 13:44

Miðstöð símenntunar fjölskylduvæn

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fékk í morgun viðurkenningu sem fjölskylduvænt fyrirtæki í Reykjanesbæ. Í dag er Dagur um málefni fjölskyldunnar í Reykjanesbæ og var dagskrá í Íþróttaakademíunni í morgun.

Við sama tækifæri fékk Ragnhildur Ævarsdóttir dagforeldri viðurkenningu fyrir starf sitt en hún hefur verið dagforeldri í Reykjanesbæ í áratug og formaður félags dagforeldra í bænum.

Fjölbreytt dagskrá var í Íþróttaakademíunni í morgun, þar sem t.a.m. fulltrúar frá Keili kynntu fjölskyldustefnuna hjá skólanum og þá skemmtu listamenn frá Leikfélagi Keflavíkur fólki og kynntu revíu leikfélagsins sem frumsýnd verður í mars nk.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við afhendingu viðurkenninganna í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024