Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Midnight Librarian með nýtt lag
Skjáskot úr myndbandinu við lagið In My Lane sem var tekið upp í Bergi Hljómahöll.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 2. júní 2022 kl. 09:22

Midnight Librarian með nýtt lag

Hljómsveitin Midnight Librarian ruddist fram á sjónarsviðið á síðasta ári þegar þeir gáfu út ellefu laga breiðskífu og vöktu talsverða athygli fyrir ferska og hressandi tónlist. Nú hefur strákunum bæst liðsauki en söngkonan Diljá Pétursdóttir er gengin til liðs við Midnight Librarian auk þess sem nýr trommuleikari, Þórarinn Þeyr Rúnarsson, lemur nú húðirnar í stað Vals Ingólfssonar.

Midnight Librarian var að gefa frá sér nýtt lag, In my Lane, og er það komið í spilun á streymisveitum og live útgáfu við lagið er að finna á YouTube. Í myndbandinu nýtur sveitin aðstoðar ýmissa annarra, Sara Rós Hulda Róbertsdóttir og Anya Shaddock syngja bakraddir, Sólrún Svava Kjartansdóttir leikur á fiðlu, Hafrún Birna Björndsdóttir á víólu, Arnar Geir Halldórsson á selló og á þverflautu leikur Karen Jóna Steinarsdóttir. Myndbandið var tekið upp í Bergi Hljómahöll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samtali við Víkurfréttir sagði Jón Böðvarsson, saxófónleikari Midnight Librarian, að framundan væri tónleikahald hjá hljómsveitinni. „Við erum með eitt lag í pípunum sem er væntanlegt á næstu vikum. Síðan er planið að spila svoldið live í sumar.“

Viðtal sem birtist við hljómsveitina á Víkurfréttum í fyrra er að finna með því að smella á tengilinn hér að ofan og í spilaranum að neðan er myndbandið við lagið In My Lane.