Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðnæturmessa á Útskálum
Útskálakirkja í miðnætursólarljóma.
Miðvikudagur 9. júlí 2014 kl. 09:23

Miðnæturmessa á Útskálum

Suðurnesjamenn blogga.

Guðmundur í Garðinum skellti sér í miðnæturmessu í Útskálakirkju í nýrri bloggfærslu. Þar segir hann m.a. að kyrrð hafi verið yfir Útskálum í fallegu veðri undir miðnætti þegar leið hans lá í miðnæturmessu á Útskálum og sólin við það að setjast. „Mér þykir gott að fara í kirkju og fer eins oft og ég kemst, tala nú ekki um þegar það er góð tónlist. Séra Sigurður Grétar Sigurðsson á Útskálum hefur verið duglegur að fá tónlistarfólk í kirkjuna og er Sigurður mjög menningarlega sinnaður prestur, eins og margir prestar sem hafa setið staðinn,“ segir Guðmundur.

Nokkrir hafa tekið við sér og eru farnir að blogga eða setja inn myndir af Reykjanesi. Miðlarnir sem hægt er nota eru fjölbreyttir s.s. tumblr, twitter, instagram, pinterest, flickr, youtube og vimeo. Hægt er að velja einn miðil eða fleiri.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heklan hvetur enn fólk til að taka þátt eða benda fólki á það sem gæti verið góðir fulltrúar í að vekja athygli á svæðinu. Viðkomandi er bent á að senda inn umsókn á [email protected]. Þar þurfa að koma fram upplýsingar um viðkomandi, áhugasvið og skrifaður texti (300 orð lágmark) ásamt ljósmynd eftir höfund og slóð í samfélagsmiðlil ef við á.