Miðhús fékk góðar gjafir frá Félagi eldri borgara
Félags eldri borgara á Suðurnesjum færði á dögunum Miðhúsum í Sandgerði rausnarlega gjöf: þrjár tölvur, flatskjá og heimabíó. Mun þessi tækjakostur eflaust nýtast vel í endurbættu húsnæði Miðhúsa þar sem félagsstarf eldri borgara í Sandgerði fer fram. Nýlega var tekin í notkun ný viðbygging sem stórbætir alla aðstöðuna.
Á myndinni eru: Árni Júlíusson gjaldkeri FEB, Anne Lise Jensen umsjónamaður félagsstarfs í Miðhúsum, Jórunn A. Guðmundsdóttir, varaformaður FEB og Eyjólfur Eysteinsson, formaður FEB á Suðurnesjum.