Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Miðasala hefst í dag
Hátíðarsýning Ljósanætur 2017
Miðvikudagur 9. ágúst 2017 kl. 11:44

Miðasala hefst í dag

- Með soul í auga hátíðartónleikar Ljósanætur 2017

Miðasala á hátíðartónleika Ljósanætur 2017, Með soul í auga, hefst í dag á midi.is en viðfangsefnið í ár er soultónlist allra tíma.

Að sögn tónleikahaldara verður boðið upp á stuð, trega og urrandi ástarjátningar í Andrews Theatre en fram kemur einvalalið söngvara: Helgi Björnsson, Jón Jónsson, Jóhanna Guðrún, Eyþór Ingi og Stefanía Svavars.
Hljómsveitarstjóri er Arnór B. Vilbergsson og kynnir er að venju ólíkindatólið Kristján Jóhannsson sem farið hefur á kostum undanfarin ár en þetta er í sjöunda sinn sem Með blik í auga setur upp hátíðarsýningu á Ljósanótt og hafa þær ávallt gengið fyrir fullu húsi.

Sýningar fara fram í Andrews Theatre á Ásbrú og er frumsýning 30. ágúst kl. 20:00. Tvær sýningar verða sunnudaginn 3. september kl. 16:00 og 20:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá sýningu Ljósanætur 2016 þar sem kántrýtónlistin var í aðalhlutverki.

Blikarar Kristján Jóhannsson, Guðbrandur Einarsson og Arnór B. Vilbergsson