Miðasala hafin á þorrablót Keflavíkur
Miðasala á þorrablót Keflavíkur sem haldið verður í íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut þann 14. janúar er komin af stað. Fer miðasala fram á skrifstofu framkvæmdastjóra Keflavíkur í íþróttahúsi Keflavíkur eða með því að hringja Einar Haraldsson í síma 421-3044 og/eða Sævar Sævarsson í síma 869-1926.
Knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild Keflavíkur standa sameiginlega að þorrablótinu og verður um árlegan viðburð að ræða. Gert er ráð fyrir góðri mætingu og eru Keflvíkingar og aðrir Suðurnesjamenn hvattir til að sýna sig og sjá aðra enda um glæsilega dagskrá að ræða.
Mynd: Jón Björn Ólafsson hefur áður slegið í gegn á Þorrablóti Keflvíkinga og væntanlega mun hann trylla lýðinn þetta árið.