Miðasala gengur vel fyrir Ásbergsball í Stapa
„Ef ég fer í smá bjartsýnisgír þá er allt útlit fyrir að það verði uppselt á ballið. Stemmningin er þannig og miðasalan fór mjög vel af stað. Við ætlum að tjalda öllu sem til er og lofum hörku balli,“ sagði Valþór Ólason, forsvarsmaður Ásbergsballsins sem verður í Stapa laugardaginn 1. maí.
„Við strákarnir í hjólaskautatríóinu erum búnir að dusta rykið af hjólaskautunum og smyrja þá vel svo við fljúgum nú örugglega á hausinn fyrir fólkið til að hlægja af. Einnig eru strákarnir í Kung Fu flokknum búinir að finna og dusta rykið af kung fu vopnunum og verða þessi skemmtiatriði sett saman í eitt, fólki til skemmtunar. Þá verður frábær óvænt uppákoma á dansgólfinu um eittleytið, sérstaklega fyrir okkur Suðurnesjamenn. Búið er að semja við EXTON tækjaleigu um að setja upp allt það nýjasta og flottasta í ljósa og hljóðbúnaði, risa speglakúlu, sprengjum og tilheyrandi látum. Svo bjóðum við fólki uppá að koma með stæl á ballið í limmósínum frá frá IceLimó á góðu verði eða aðeins 1,000 kr á kroppinn,“ sagði Valþór.
Með Valþóri í þessum undirbúningi er Aðalsteinn Jónatansson, Alli diskó, en hann sér um að halda fólkinu á gólfinu með frábærum lögum. Fordrykkur verður í boði og kynnir kvöldsins verður Viktor Kjartansson.
Sjá nánar á facebook: http://www.facebook.com/group.php?gid=384987155405