Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Metþátttaka í gönguferðum um Reykjanesið
Mynd: Gönguhópurinn ásamt fulltrúum Bláa Lónsins. Mynd Oddgeir Karlsson.
Föstudagur 16. ágúst 2013 kl. 08:08

Metþátttaka í gönguferðum um Reykjanesið

Metþátttaka var í Reykjanesgöngum sumarsins, en boðið var upp á 10 skipulagðar gönguferðir undir leiðsögn Rannveigar Lilju Garðarsdóttur, leiðsögumanns. 

Áður en lagt var af stað í síðustu göngu sumarsins hittist hópurinn við Hópferðir Sævars í Reykjanesbæ. Allir þátttakendur fengu afhent boðskort í Bláa Lónið og dregnir voru út vinningar. Tveir þátttakendur hlutu dekurdag fyrir tvo í Bláa Lóninu, einnig var dreginn út Vatnajökull dúnjakki frá 66°Norður.
Gengið var á Þorbjörn og í gegnum tilkomumiklar gjár á toppi hans. Göngfólkinu var boðið upp á hressingu í Blue Cafe í Bláa Lóninu að göngu lokinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rannveig Garðarsdóttir, sagði að göngusumarið hefði verið sérstaklega vel heppnað. „Að fá tækifæri til að sýna fólki Reykjanesið og kynna náttúru þess og sögu er ómetanlegt fyrir mig,“ sagði hún. Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins, sagði að það væri ánægjulegt fyrir Bláa Lónið að koma að gönguverkefninu sem væri einstakt tækifæri fyrir heimamenn og aðra til að kynnast náttúru svæðisins. Víðir Jónsson, kynningarstjóri HS Orku hf., sagði að samstarf þeirra sem hefðu komið að verkefninu hefði verið frábært og skipulagning vegna næsta göngusumars væri þegar hafin.

Göngurnar eru styrktar af HS Orku hf, HS Veitum hf og Bláa Lóninu hf. Auk styrktaraðilanna eru Víkurfréttir, Hópferðir Sævars og 66°Norður og Björgunarsveitin Suðurnes samstarfsaðilar verkefnisins.