Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Metabolic og ís við Hafnargötu í dag
Fimmtudagur 16. ágúst 2012 kl. 10:32

Metabolic og ís við Hafnargötu í dag

Í dag verður haldinn opinn Metabolictími á Hafnargötutúninu við hliðina á Kóda í Reykjanesbæ.

Í dag verður haldinn opinn Metabolictími á Hafnargötutúninu við hliðina á Kóda í Reykjanesbæ. Átökin hefjast klukkan 17:00. Metabolicfólk ætlar þarna að fagna þeim merku tímamótum að Metabolic er að flytja á Smiðjuvelli 5 (Gamla Húsasmiðjan/Blómaval). Allir þjálfararnir; Helgi Jónas, Inga Fríða og Dunna munu vera saman með tímann og lofa þau miklu fjöri.

Eftir tímann verður öllum þátttakendum boðið uppá ís enda veðurspáin góð í dag og alveg í lagi að leyfa sér stöku sinnum „svindl“, sérstaklega þegar búið er að vinna vel fyrir því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gunnhildur Vilbergsdóttir, talsmaður Metabolic sagði í samtali við Víkurrfréttir að mikil tilhlökkun ríkti fyrir opnun nýs húsæðis en þetta stóra húsnæði á Iðavöllum hefur nú staðið autt um nokkurt skeið. Þarna verður um 300 fermetra gólfpláss sem og 100 fermetra búningsaðstaða í boði. Allir sem eru 16 ára og eldri eru velkomnir í þennan mikla hátíðartíma Metabolic við Hafnargötu í dag og eru hvattir til að taka þátt. Það kostar bara eitt bros að sögn Gunnhildar.