Messa fyrir fermingarbörn næsta árs
Messa með léttu sniði verður haldin í Keflavíkurkirkju næsta sunnudag, 29. maí, klukkan 11:00 og er þeim börnum sem fermast á næsta ári sérstaklega boðið ásamt fjölskyldum sínum. Ungmennakórinn Vox Felix syngur undir stjórn Arnórs organista. Prestar verða Erla og Eva Björk.
Messan fer fram í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, vegna framkvæmda í kirkjuskipi.
Skráning í fermingarfræðslu 2016-2017 er hafin og er hún með rafrænum hætti. Formið er að finna á vef Keflavíkurkirkju.
Upplýsingar um fræðsluna er að finna á www.keflavikurkirkja.is. Einnig er hægt að hafa samband við prestana um nánari upplýsingar.