Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mér finnst best að vera í logninu í Keflavík
Fimmtudagur 13. janúar 2011 kl. 09:31

Mér finnst best að vera í logninu í Keflavík

Garðar Örn Arnarson er 22 ára nemi úr Keflavík. Hann stundar nám við Kvikmyndaskóla Íslands að læra leikstjórn og framleiðslu. Garðar er duglegur og vinnur mikið með skóla en hann gerir verðkannanir fyrir Samkaup og hjálpar gamla kallinum að kokka hjá Soho veisluþjónustu.

Garðar er einnig mikill íþróttafíkill og spilar fótbolta með eiturharða utandeildarliðinu Kef FC en menn segja hann óendalega líkann David Beckham, þó aðalega hann sjálfur. Núna er Garðar að klára ágætis jólafrí og byrjar í skólanum 17. janúar en hann er á fullu að skrifa handrit fyrir lokaverkefni í skólanum og gengur það mis vel að hans sögn.

Við spurðum Garðar að nokkrum spurningum.

Kvikmynd:
Úff, þessi spurning er alltaf jafn erfið enn ég ætla seigja
Boondock saints, Remember The Titans, Inception, Saving private Ryan og svo er alltaf ein heimildamynd í miklu uppáhaldi en það er Bowling for columbine eftir Michel Moore en ég er mikið fyrir íþrótta- og heimildamyndir. Þetta eru svona myndir sem að hafa mikið að gera með mína sín í kvikmyndum og mitt áhugasvið en ég er pottþétt að gleyma einhverri mynd.

Sjónvarpsþættir:

Prison break, sería 1 er ábyggilega besta sjónvarpssería sem gerð hefur verið. Ég horfi mikið á How i met your mother, Entourage og Vaktirnar.

Hljómsveit:
Eminem, Hjálmar, Kings of leon og allt frá Geimstein.

Skemmtistaður:
Prikið er minn staður en í Keflavík er það paddan.

Vefsíða:
Fotbolti.net, vf.is og keffc.bloggar.is.

Staður:
Mér finnst best að vera í logninu í Keflavík og hitanum í Florida.

Drykkur:
Egils Orka, Íslenskt vatn og Víking Lite.

Skyndibiti:
Nonna biti.

Lið í enska boltanum:
Manchester United!! Hvað gera Poolarar þegar þeir eru búnir að vinna ensku deildina? Þeir slökkva á Playstation tölvunni og fara að sofa. HAHAHA!!

Hvert er framtíðarstarfið?
Ég stefni langt og set markið hátt en mig langar rosalega að verða leikstjóri í Hollywood og stefni ég að sjálfsögðu beina leið þangað. Annars væri framtíðarstarfið að eiga gott framleiðslufyrirtæki og vera að leikstýra stórum bíómyndum út í heimi. Ef það klikkar þá geri ég bara bíó myndir á Íslandi eða einhverstaðar í Evrópu og bomba svo kanski einhverjari svekelegri sjónvarpsseríu.

Hver er betri í fótbolta, Messi eða Ronaldo?
Ég ætla seigja Messi útaf því að hann var kosinn besti fótboltamaður í heimi, Ronaldo er samt svo krossþroskaheftur í fótbolta að það er ekki fyndið, mér finnst samt Maggi Matt vera bestur þannig að ég hætti við að velja messi og vel Magga matt.

Hvaða fimm vefsíður skoðar þú mest (fyrir utan facebook)?
fótbolti.net,keffc.bloggar.is,vf.is,karfan.is og keflavik.is

Hvert var áramótaheitið í ár?
Áramótaheitin voru nokkur og vonandi stend ég við þau.
Koma mér í ræktina og koma mér í hrikalega gott form fyrir sumarið.
Gefa Út að minnsta kosti eina bíómynd í fullri lengd „Leitin að titlinum“ í desember 2011.
Reyna að gefa út litla heimildamynd í sumar.
Útskrifast úr kvikmyndaskólanum í desember.
Og hætta að taka í vörina (komnar 2 vikur ). Shjemle shjemle gemle gemle!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024