Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Menningarvika í Grindavík: Fjölskyldudagskrá á bókasafni og bókmenntakvöld á Bryggjunni
Mánudagur 4. apríl 2011 kl. 10:57

Menningarvika í Grindavík: Fjölskyldudagskrá á bókasafni og bókmenntakvöld á Bryggjunni

Nóg er um að að vera í dag í menningarvikunni. Börn opna ýmar sýningar og þá verður glæsileg dagskrá bæði á Bókasafninu og á Bryggjunni og tónleikar í Víðihlíð. Dagskráin í dag er þannig:

Kl. 07:30 - Pottaspjall. Kristín María Birgisdóttir bæjarfulltrúi mætir í heitu pottana í Sundlaug Grindavíkur og spjallar við gesti um málefni líðandi stundar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kl. 10:00 - Verslunarmiðstöðin - opnun málverkasýningar leikskólabarna frá Króki. Börnin hafa verið að vinna málverk eftir þjóðsögum úr Grindavík.

Kl. 11:00 - Sundlaug Grindavíkur - opnuð ljóðasýning nemenda úr 5. bekk grunnskólans.

Kl. 11:00 - Landsbankinn: opnuð sýning nemenda í 3. bekk Hópsskóla á verkum tengt þjóðsögum í Grindavík.

Kl. 13:00 - Hannyrðaverslunin Aþena: Bangsasýning. Opnuð
sýning nemenda í 5. bekk. - nemendur sýna bangsana sína, föt og fylgihluti.

Kl. 13:30 - Tónleikar í Víðihlíð. Friðarliljurnar frá Rauða krossinum í Grindavík verða með tónleika.
Allir velkomnir.

Kl. 17:00 - Bókasafn Grindavíkur - Fjölskyldudagskrá - Gott fólk í heimsókn sem bæði skemmtir og fræðir.
Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir, bókmennta-fræðingur, segir frá tilurð bókarinnar „Sjáðu svarta rassinn minn". Bókin er skrifuð upp úr gömlum þjóðsögum og ævintýrum á máli sem börnin skilja. Þannig eru þessi ævintýri gerð yngstu kynslóðinni aðgengilegri.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðarson, rithöfundur, þýðandi, skáld og tónlistarmaður, ætlar að spjalla við okkur, auk þess sem hann spilar og syngur. Hann hefur sent frá sér margar bækur og ljóð, m.a. Ævintýri úr Nykurtjörn, Ljósin í Dimmuborg og Romsubókina sem margir þekkja.
Í mars fer fram örsögu- og ljóðakeppni á vegum Bóksafns Grindavíkur og Skólasafns Grunnskólans. Við fáum til okkar ungmenni sem ætla að lesa upp úr þessu frumsamda efni nemenda 4.-7.bekkjar. Dagskránni lýkur svo með verðlaunaafhendingu til
vinningshafa.

Kl. 20:30 Bryggjan: Bókmenntakvöld.
Rithöfundarnir Ólafur Gunnarsson og Einar Már Guðmundsson láta gamminn geysa.