Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Menningarvika í Grindavík - Dorrit mætir við setninguna og prjónar lengsta trefil í heimi
Fimmtudagur 11. mars 2010 kl. 16:28

Menningarvika í Grindavík - Dorrit mætir við setninguna og prjónar lengsta trefil í heimi

Við setningu menningarviku laugardaginn 13. mars í Saltfisksetrinu verður hafist handa við að prjóna lengsta trefil í heimi og fá metið skráð í heimsmetabók Guinnes. Það er engin önnur en Dorrit Moussaief forsetafrú sem ætlar að byrja að prjóna trefilinn en hún verður viðstödd setningu menningarviku.


Áætlað er að verkið takið eitt ár og trefillinn verði tilbúinn á menningarviku 2011. En þetta er mikið verk því lengsti trefill í heimi er 54,29 km að lengd og var prjónaður að frumkvæði velgjörðarsamtaka í Wales. Þar tók rétt rúm þrjú ár að prjóna trefilinn sem þarf að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi breidd og fleira til að fá heimsmetið staðfest.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Benný Ósk Jökulsdóttir áhugakona um hannyrðir átti hugmyndina að því að prjóna lengsta trefil í heimi sem yrði yfir 55 km og næði frá Grindavíkur til Reykjavíkur. Benný hvetur Grindvíkinga til þess að taka höndum saman. Hægt er að prjóna trefilinn í mismunandi litum og óteljandi einingum og sauma svo saman í lokin.

Hugmyndin er að á biðstofum, prjónakvöldum, skólum, leikskólum og fyrirtækjum verði hægt að grípa í prjóna til að slá heimsmetið og koma Grindavík í heimsmetabók Guinnes 2011.