Menningarvika haldin í fjórða sinn og aldrei meira spennandi
Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í fjórða sinn og hefur aldrei verið fjölbreyttari og veglegri. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 17. mars þar sem verða ýmis tónlistaratriði og jafnframt verða afhent menningarverðlaun 2012. Menningarvikan stendur til 24. mars.
Í kjölfarið tekur við hver viðburðurinn á fætur öðrum í menningarviku þar sem uppistaðan er framlag heimafólks auk þess sem fjöldi landsþekktra tónlistarmanna, listamanna og skemmtikrafta heimsækja Grindavík í menningarvikunni.
Menningarvikunni hefur verið vel tekið undanfarin þrjú ár. Allir leggjast á eitt við að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Tónleikar, skemmtanir, frásagnir, sýningar og uppákomur verða alla dagana á Kvikunni, bókasafninu, Bryggjunni, Salthúsinu, Aðalbraut, Kantinum, Miðgarði, sundlauginni, Grindavíkurkirkju, leikskólunum, Northern Light Inn, grunnskólunum, listastofum, verslunarmiðstöðinni, Sjómannastofunni Vör, hjá handverksfélaginu Greip og fleiri stöðum.
Grindvíkingar, Suðurnesjamenn og reyndar landsmenn allir eru hvattir til þess að nýta sér tækifærið og fjölmenna á menningarviðburðina.
Dagskráin verður birt í heild sinni í Járngerði sem kemur út í næstu viku. Hún verður kynnt jafnt og þétt hér á heimasíðunni á næstu dögum. Hér er dæmi um atburði í menningarviku:
Tónleikar:
Valgeir Guðjónsson
Gospelkór Fíladelfíu
Gudrið Hansdóttir
The Backstabbing Beatles
Helga Bryndís og Arnþór Jónsson
Gospelmessa, Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Ársæll Másson og Margrét Pálsdóttir
Árni Johnsen
Friðarliljurnar
Margrét Eir og The Thin Jim and the Castaways
Jón Páll og pollarnir & Lógos
Gunnar Þórðarson
Leiksýningar:
Árshátíðarleikrit Grunnskólans, Sagan segir!
Möguleikhúsið, Prumpuhóllinn
Málverkasýningar:
Tolli
Pálmar Guðmundsson kennari
Ljósmyndasýningar:
Kristinn Benediktsson
Fjórir fræknu
Brooks Walker
Námskeið:
Töfranámskeið fyrir börn
Ljósmyndanámskeið fyrir alla
Ýmislegt annað:
Ómar Smári Ármannsson
Guðbergskvöld
Barnadagskrá í Kvikunni. Pollapönk, GRAL-Horn á höfði, Rapparinn Ari Auðunn, Strákabandið Pabbastrákar.
Bæjarfulltrúar mæta í heita pottinn
Sagnastund
Árshátíð Grindavíkurbæjar
Opið hús í fjölsmiðjunni í grunnskólanum
Listastofa Helgu opin
Konukvöld UMFG
Grindvísk Krónika
Lífið er saltfiskur - saltfiskuppskriftakeppni
Safnahelgi á Suðurnesnesjum
Zumba partý
og fleira og fleira og fleira....